Karfa (0)

Skór frá Digel

11.09.2017

Við höfum nú aukið vöruframboðið í verslun okkar og bjóðum upp á vandaða leðurskó frá Digel. Digel AG er eitt framsæknasta fyrirtæki Evrópu í framleiðslu á vönduðum herrafatnaði, en vörur frá Gustav Digel Kleiderfabrik hafa fengist í verslun okkar í hálfan annan áratug. Fyrirtækið leggur sig fram um að bjóða upp á klassískan fatnað, sem samt sem áður þróast í takti við stefnur og strauma. Digel-vörurnar fást nú í yfir 40 löndum vítt og breytt um heiminn í meira en 3000 verslunum.

Gustav Digel stofnaði fyrirtækið hið herrans ár 1939, en starfsmenn eru nú 293 talsins og 60% framleiðslunnar fer til útflutnings. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Nagold í Baden-Württemberg í Suður-Þýskalandi, nærri Svartaskógi. Í Nagold búa aðeins ríflega 21 þúsund manns svo bærinn er lítið eitt stærri en Akureyri.

 

Óheyrilega ódýrt

12.01.2017

Við auglýsum um þessar mundir tilboðsdaga þar sem valdar vörur eru með "óheyrilega" miklum afslætti:

Ekki er oft talað um "óheyrilega" mikinn afslátt, en við fengum hugmyndina að því að nota þetta orð er við rákumst á auglýsingu verslunarinnar, frá árinu 1931, þar sem regnfrakkar voru seldir "óheyrilega ódýrt":

Búðin fær andlitslyftingu

27.11.2016

Í jólatiltektinni á dögunum færðum við búðarborðin örlítið til, settum vandaða mottu á mitt gólfið með persnesku mynstri og kringlótt borð til að geta stillt út fleiri vörum. Það er engu líkara en búðin hafi stækkað um nokkra fermetra við þessar tilfæringar, en innréttingarnar eru á sínum stað, stolt okkar frá árinu 1929. Breytingarnar má sjá á myndinni hér að neðan.

Gömlu innréttingarnar njóta sín enn betur nú eftir breytingarnar.

 

Mynd frá níunda áratugnum sem sýnir Eyjólf Guðsteinsson við búðarborðið og innréttingin í bakgrunni.

Hágæða herrasnyrtivörur frá Murdock

24.11.2016

Við höfum nú nýverið fengið til sölu hágæða herrasnyrtivörur frá hinu kunna breska merki Murdock. Tilvalin jólagjöf.

Murdock herrailmurinn, kr 12.900, Murdock rakbursti kr 8.900 og Murdock rakvél með ekta hárum á kr. 8.900. Höfum einnig á boðstólum ilmkerti frá Murdock á kr. 7.900.

Nýjar auglýsingamyndir

23.11.2016

Í blöðunum um liðna helgi birtust auglýsingar frá okkur með spánýjum myndum af eldri sem yngri karlmönnum í vönduðum fatnaði frá okkur. Myndirnar vöktu mikla athygli, enda fara fötin sérlega vel á þessum myndarlegu herrum.

Hér að neðan má sjá myndirnar.

Herrann sem situr vinstra megin er klæddur í stakan jakka frá Digel og ullarflauelsbuxur frá Meyer. Yngri mennirnir eru í jakkafötum frá Digel, sem fást aðsniðin. Ljósm. Ásta Kristjánsdóttir.

 

Hér er svo myndin öll. Ljósm. Ásta Kristjánsdóttir.

Rúnturinn í 150 ár

07.10.2016

Öll þekkjum við rúntinn, en hann er í nútímanum gjarnan kenndur við tilteknar ökuleiðir um miðbæinn. Rúnturinn á sér langa og merkilega sögu, en lengst af var um gönguleiðir að ræða. Indriði Einarsson lýsti rúntinum svo um 1865: „Við göngum niður Aðalstræti austur Fortogið [Austurstræti], suður með Austurvelli að austan, vestur Kirkjubrú [Kirkjustræti] inn í Aðalstræti aftur, og höfum þá gengið litla runt ... En við gjörum betur en þetta og göngum stóra runt. Þá göngum við Aðalstræti, Austurgötu [Austurstræti] alveg að læknum, þar förum við suður „Heilagsandastræti“ [Lækjargötu], vestur Kirkjubrúna, og inn Aðalstræti aftur.“

 

Umferðin silast niður Bankastrætið og inn Austurstræti árið 1967, en Indriði Einarsson lýsti rúntinum eins og hann var rúmri öld fyrr.

Þórbergur Þórðarson lýsti rúntinum um 1910 svo: „Við áttum alltaf víst að sjá nægan forða af spássérandi kvenbrigðum niðri á Rúntinum, ekki einstaklinga, heldur heilan lager. Í þá daga voru til tveir Rúntar, minni Rúntur og stærri Rúntur. Minni Rúnturinn var kringum Austurvöll. En stærri Rúnturinn var frá norðvesturhorninu á Hótel Ísland, lá þaðan suður Aðalstræti, austur Kirkjustræti, norður Pósthússtræti og vestur Austurstræti að Aðalstræti. Á Rúntinum seig áfram hægfara straumur af körlum og konum frá klukkan níu til ellefu og að ganga tólf á kvöldin. Sumir virtust leggja þangað leiðir sínar aðeins til þess að lyfta sér upp úr heimilisandleysinu, aðrir í því skyni að staðfesta yfirburði sína í fatasamkeppni; nýr hattur, splunkunýtt forklæði, marrandi blankskór. En margir sýndust ekki eiga þangað neitt annað erindi en ... að glöggva sig á nýjum heitum í nafnaskránni. Öll andleg viðskipti þessa fólks á Rúntinum fóru fram á eins konar táknmáli. Það var fallegt mál, sem við lögðum mikið kapp á að skilja, og okkur tókst að skilja það, seint og síðar meir, eftir langa göngu í þennan þunga kvöldskóla lífsins.“

 

Þórbergur Þórðarson á sínum yngri árum.

Rúnturinn var miðdepill tilverunnar og þar urðu borgarbörnin fyrst ástfangin. Til þess að menn væru taldið með mönnum á rúntinum var nauðsynlegt að eiga góðan hatt. Maður sem bar Borsalínó-hatt frá Verslun Haraldar Árnasonar vakti mun meiri athygli en sá sem hafði bara keypt venjulegan nafnlausan hattkúf. Um 1930 kostaði Borsalínaó-hattur 25 krónur í Haraldarbúð, en verkamannakaup í þá daga voru 1,40 kr. á klukkustund og reyndir skrifstofumenn fengu greiddar um 300 kr. á mánuði.

 

Humphrey Bogart með Borsalínó-hatt á höfði.

Páll Líndal lögfræðingur sagði blómaskeið rúntsins hafa lokið á stríðsárunum síðari, en gönguferðir af þessu tagi hafi verið stundaðar af ungu fólki fram yfir 1960. Um það leyti tóku vélknúin farartæki að mestu við af tveimur jafnfljótum og það var þá sem Sigurður Þórarinsson orti: „Keyra rúntinn piltar, sem eru í stelpuleit ...“ og ekið var inn Austurstræti og síðan um Aðalstræti, Kirkjustræti, Lækjargötu og aftur Austurstræti. Hring eftir hring.

Árið 1973 var Austurstræti lokað til reynslu en árið eftir var eystri hluta götunnar lokað varanlega. Rúnturinn breyttist eðlilega við þetta og fara þurfti krók um Pósthússtræti til að komast aftur inn í Austurstræti. Á áttunda áratugnum varð Hallærisplanið miðpunktur rúntsins.

 

Bílalest niður Bankastrætið á sjöunda áratugnum.

Því miður hvarf verslunin úr Kvosinni eftir því sem leið á áttunda og níunda áratuginn, en hinn nýi rúntur hefur legið niður Laugaveginn og Bankastrætið síðustu áratugi. Það er skemmtilegur siður ungra sem aldinna Reykvíkinga að aka, ganga eða hjóla niður Laugaveginn, virða fyrir sér útstillingar í gluggum og rekast á skemmtilega kunningja.

Wolsey frá 1755

06.10.2016

Nú er nýkomin sending af náttfötum frá Wolsey, en það fyrirtæki á sér yfir 250 ára sögu.

Náttfötin á myndinni kosta 11.900 kr.

Upphaf Wolsey má rekja til ársins 1755 þegar hjónin Henry og Ann Wood hófu fataframleiðslu í Leicester ásamt sonum sínum. Fyrirtækið tók upp vörumerkið Wolsey árið 1897, en það er nefnt eftir Thomas Wolsey kardinála (1473–1530), einum valdamesta Englendingi sinnar samtíðar. Merki fyrirtækisins sýndi um áratugaskeið mynd af Wolsey kardinála.

Wolsey kardináli, sem fyrirtækið er nefnt eftir.

Robert Falcon Scott og Roald Amundsen klæddust nærfötum frá Wolsey í könnunarleiðangri sínum á Suðurskautslandið 1911. Verksmiðjur fyrirtækisins voru þá alls sjö talsins, en á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar fór um 75% framleiðslunnar til herja Breta og bandamanna þeirra.

Amundsen og félagar á Suðurpólnum – í nærfötum frá Wolsey.

Á árunum eftir fyrra stríð jókst sala fyrirtækisins á hvers kyns íþróttavörum, sér í lagi fyrir golfara og tennisleikara. Þessar vörur voru seldar undir merkinu „Sportsman“. Árið 1935 hlutu Wolsey-vörurnar meðmæli Georgs V. Englandskonungs. Synir hans, Játvarður VIII. og Georg VI. mæltu einnig með vörunum, sem og dóttir þess síðarnefnda, Elísabet II. Wolsey er enn þann dag í dag einn fremsti fataframleiðandi Bretlandseyja.

Wolsey var lengi einn kunnasti framleiðandi golffatnaðar í heiminum.

Ný sending frá Digel

23.09.2016

Nú er nýkomin sending af stökum jökkum, frökkum og jakkafötum frá þýska firmanu Digel AG, en það er eitt framsæknasta fyrirtæki Evrópu í framleiðslu á vönduðum herrafatnaði. En við höfum selt vörur frá Gustav Digel Kleiderfabrik undanfarinn áratug. Fyrirtækið leggur sig fram um að bjóða upp á klassískan fatnað, sem samt sem áður þróast í takti við stefnur og strauma. Digel-vörurnar fást nú í yfir 40 löndum vítt og breytt um heiminn í meira en 3000 verslunum.

 

Svipmynd frá Nagold í Baden-Württemberg.

Gustav Digel stofnaði fyrirtækið hið herrans ár 1939, en starfsmenn eru nú 293 talsins og 60% framleiðslunnar fer til útflutnings. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Nagold í Baden-Württemberg í Suður-Þýskalandi, nærri Svartaskógi. Í Nagold búa aðeins ríflega 21 þúsund manns svo bærinn er lítið eitt stærri en Akureyri.

Hér að neðan má sjá nýkomnar vörur frá Digel, en jakkafötin kosta frá kr. 43.000.

Haustvörur komnar

18.09.2016

Nú er haustvaran nýkomin á Laugaveginn, eða á leiðinni í hús. Í nýliðinni viku fengum við jakkaföt, staka jakka og frakka frá Digel. Jakkaföt kosta frá kr. 43.000.

Þá er nýkomin buxnasending frá Meyer. Verð frá kr. 14.900. Sparilegar buxur, jafnt sem sportlegar. Ullarflauelsbuxurnar sívinsælu einnig komnar, verð kr. 18.900.

Einnig höfum við nýlega fengið haustsendingu af húfum frá Bugatti og Wegener. Verð kr. 5900 og 6900.

Hefur þú áhuga á herratískunni?

09.09.2016

Herrafataverslun Guðsteins, Laugavegi 34 leitar að kraftmiklum og jákvæðum einstaklingi með ríka þjónustulund í fullt starf í verslunina til að sinna sölu og þjónustu til viðskiptavina.

Lögð er áhersla á stundvísi, heiðarleika og snyrtimennsku starfsmanna. Mikilvægt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Verslunin er opin virka daga kl. 9-18 og á laugardögum kl. 10-17.

Nánari upplýsingar veitir Sólveig J. Grétarsdóttir, netfangið er solveig@gudsteinn.is og sími 858 2012.

Umsóknarfrestur er til og með 19. september 2016.

Greinar


Vörukarfa

Karfan þín er tóm

Nýjustu fréttir

Skór frá Digel

11.09.2017

Við höfum nú aukið vöruframboðið í verslun okkar og bjóðum upp á vandaða leðurskó frá Digel. Digel AG er eitt framsæknasta...

Lesa meira →

Óheyrilega ódýrt

12.01.2017

Við auglýsum um þessar mundir tilboðsdaga þar sem valdar vörur eru með "óheyrilega" miklum afslætti: Ekki er oft talað um...

Lesa meira →

Búðin fær andlitslyftingu

27.11.2016

Í jólatiltektinni á dögunum færðum við búðarborðin örlítið til, settum vandaða mottu á mitt gólfið með persnesku mynstri og kringlótt...

Lesa meira →

Hágæða herrasnyrtivörur frá...

24.11.2016

Við höfum nú nýverið fengið til sölu hágæða herrasnyrtivörur frá hinu kunna breska merki Murdock. Tilvalin jólagjöf. Murdock herrailmurinn, kr...

Lesa meira →

Nýjar auglýsingamyndir

23.11.2016

Í blöðunum um liðna helgi birtust auglýsingar frá okkur með spánýjum myndum af eldri sem yngri karlmönnum í vönduðum fatnaði...

Lesa meira →

Rúnturinn í 150 ár

07.10.2016

Öll þekkjum við rúntinn, en hann er í nútímanum gjarnan kenndur við tilteknar ökuleiðir um miðbæinn. Rúnturinn á sér langa...

Lesa meira →

Wolsey frá 1755

06.10.2016

Nú er nýkomin sending af náttfötum frá Wolsey, en það fyrirtæki á sér yfir 250 ára sögu. Náttfötin á myndinni...

Lesa meira →

Ný sending frá Digel

23.09.2016

Nú er nýkomin sending af stökum jökkum, frökkum og jakkafötum frá þýska firmanu Digel AG, en það er eitt framsæknasta...

Lesa meira →

Haustvörur komnar

18.09.2016

Nú er haustvaran nýkomin á Laugaveginn, eða á leiðinni í hús. Í nýliðinni viku fengum við jakkaföt, staka jakka og...

Lesa meira →

Hefur þú áhuga á herratísku...

09.09.2016

Herrafataverslun Guðsteins, Laugavegi 34 leitar að kraftmiklum og jákvæðum einstaklingi með ríka þjónustulund í fullt starf í verslunina til að...

Lesa meira →

Marteinn Einarsson & co.

10.08.2016

Margir muna eftir verslun Marteins Einarssonar sem var staðsett hér rétt fyrir neðan okkur á horninu við Vatnsstíg. Guðsteinn Eyjólfsson...

Lesa meira →

G. Ólafsson & Sandholt

05.07.2016

Í þarnæsta húsi fyrir innan okkur, Laugavegi 36, standa nú yfir miklar framkvæmdir. Það hús var reist árið 1925 og...

Lesa meira →

Laugavegur 34A - Hús Hinrik...

17.05.2016

Laugaveg 34A reisti Hinrik Thorarensen læknir árið 1929, en hann var fæddur 15. september 1893 og dáinn 26. desember 1986....

Lesa meira →

Slaufur framleiddar í versl...

18.01.2016

Nú eru nýkomnar í sölu í verslun okkar slaufur sem eru handsaumaðar á samastofu okkar. Guðsteinn Eyjólfsson var klæðskeri og...

Lesa meira →

Afgreiðslutími til jóla

15.12.2015

Frá og með fimmtudeginum 17. desember verður opið til klukkan 22:00 öll kvöld til jóla.

Lesa meira →

Lokum í dag klukkan 16:00

07.12.2015

Vegna yfirvofandi fárviðris lokum við verslun okkar klukkan 16:00 í dag. Við hvetjum fólk til að fara varlega. Opnum á...

Lesa meira →

Gömul auglýsing

29.11.2015

Við rákumst á dögunum á þessa gömlu auglýsingu verslunarinnar úr tímaritinu Samtíðinni frá árinu 1946. Við hliðina á henni var...

Lesa meira →

Eiginkona Guðsteins Eyjólfs...

22.11.2015

Myndin sýnir hjónin Guðstein Eyjólfsson og Guðrúnu Jónsdóttur og er tekin um 1915. Guðrún var ættuð af Rangárvöllum. Hún var...

Lesa meira →

Höfuðföt í úrvali

07.11.2015

Við höfum á boðstólum margar gerðir af höttum og húfum frá þýsku firmunum Bugatti og Wegener. Wegener er einn elsti...

Lesa meira →

Bogart, Battersby og Borsalino

01.11.2015

Sú var tíð að varla nokkur karlmaður sást á ferli utandyra án höfuðfats og hattarnir voru af ýmsum gerðum, kúluhattar,...

Lesa meira →

Tómas Guðmundsson yrkir um ...

29.10.2015

Laugavegurinn hefur orðið mörgum skáldum yrkisefni, þar á meðal borgarskáldinu Tómasi Guðmundssyni sem snemma haustið 1918 varð lífið og sálin...

Lesa meira →

Nýkomnar derhúfur

06.10.2015

Vetrarderhúfur með eyrnaskjóli hafa notið mikilla vinsælda hjá okkur undanfarin ár. Nýkomin sending, verð kr. 6900.

Lesa meira →

Guðsteinshúfurnar - íslensk...

23.09.2015

Nú þegar kólna fer í veðri er gott að eiga Guðsteinshúfu. Þær fást dökkbláar, steingráar og svartar einlitar úr blöndu...

Lesa meira →

Nýkomnir stangaðir jakkar

23.09.2015

Stangaðir jakkar hafa verið mjög í tísku að undanförnu, en við vorum að fá jakkann sem sjá má myndir af...

Lesa meira →

Guðsteinsslaufurnar komnar

28.07.2015

Gluggarnir okkar eru í menningarnæturbúningi. Þar má meðal annars sjá nýju Guðsteinsslaufurnar sem eru íslensk framleiðsla. Hólmfríður María (1914-1989), dóttir...

Lesa meira →