Nú eru nýkomnar í sölu í verslun okkar slaufur sem eru handsaumaðar á samastofu okkar. Guðsteinn Eyjólfsson var klæðskeri og rak ávallt saumastofu samhliða verslun sinni. Um tíma störfuðu þar átta stúlkur við sauma á skyrtum, náttfötum og ýmsum öðrum vörum verslunarinnar. Enn í dag er saumastofa á annarri hæð verslunarhúss okkar við Laugaveg. Þar er nú aðallega fengist við fatabreytingar og viðgerðir en okkur þótti tilvalið að nýta gömul silkislifsi sem orðið hafa eftir til sauma á slaufum, svo ekkert færi nú til spillis. Slaufurnar kosta kr. 4900.