Meyer buxnaframleiðandinn leggur áherslu á vandaða vöru á sanngjörnu verði. En framleiðandinn vill gæta sanngirni að fleiru leyti. Stefna fyrirtækisins er að koma fram af ábyrgð gagnvart fólki og umhverfi. Hér má nefna nokkur atriði.

  • Allar buxur Meyer eru framleiddar innan Evrópusambandsins þar sem gætt er félagslegra réttinda starfsfólks, að laun séu greidd til samræmis við kjarasamninga og önnur réttindi virt, svo sem varðandi hvíldartíma starfsfólks.
  • Í verksmiðjum Meyer er gætt ítrasta hreinlætis og öryggis í samræmi við staðla Evrópusambandsins.
  • Þá hafa verksmiðjur Meyer yfir að ráða sérstökum hreinsibúnaði fyrir affalsvatn frá þvottahúsi fyrirtækisins.

  • Þau háu viðmið sem fyrirtækið setur sér í þessum efnum eru mæld reglulega af FLOCert GmbH sem er stærsti óháði aðili heims í útgáfu vottorða af þessu tagi.
  • Stór hluti framleiðslunnar ber Fairtrade-merkið sem gefur til kynna að bómullinn í buxunum hafi verið ræktuð við umhverfisvæn skilyrði þar sem hlúð var að velferð starfsfólks, þar með talið að starfsfólki á bómullarökrum og við vinnslu bómullar séu ekki greidd laun undir lágmarkstöxtum. Þá sé þess gætt að enginn sé þvingaður til vinnu við ræktunina, engin börn vinni þar, engum sé mismunað, engin hættuleg varnarefni séu notuð og heldur ekki erfðabætt afbrigði bómullar.

Umhverfisvernd og mannúðlegar vinnuaðstæður skipta okkur öll máli, hvar sem í heiminum.