Nú er haustvaran nýkomin á Laugaveginn, eða á leiðinni í hús. Í nýliðinni viku fengum við jakkaföt, staka jakka og frakka frá Digel. Jakkaföt kosta frá kr. 43.000.

Þá er nýkomin buxnasending frá Meyer. Verð frá kr. 14.900. Sparilegar buxur, jafnt sem sportlegar. Ullarflauelsbuxurnar sívinsælu einnig komnar, verð kr. 18.900.

Einnig höfum við nýlega fengið haustsendingu af húfum frá Bugatti og Wegener. Verð kr. 5900 og 6900.