Nú er nýkomin sending af stökum jökkum, frökkum og jakkafötum frá þýska firmanu Digel AG, en það er eitt framsæknasta fyrirtæki Evrópu í framleiðslu á vönduðum herrafatnaði. En við höfum selt vörur frá Gustav Digel Kleiderfabrik undanfarinn áratug. Fyrirtækið leggur sig fram um að bjóða upp á klassískan fatnað, sem samt sem áður þróast í takti við stefnur og strauma. Digel-vörurnar fást nú í yfir 40 löndum vítt og breytt um heiminn í meira en 3000 verslunum.

 

Svipmynd frá Nagold í Baden-Württemberg.

Gustav Digel stofnaði fyrirtækið hið herrans ár 1939, en starfsmenn eru nú 293 talsins og 60% framleiðslunnar fer til útflutnings. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Nagold í Baden-Württemberg í Suður-Þýskalandi, nærri Svartaskógi. Í Nagold búa aðeins ríflega 21 þúsund manns svo bærinn er lítið eitt stærri en Akureyri.

Hér að neðan má sjá nýkomnar vörur frá Digel, en jakkafötin kosta frá kr. 43.000.