Nú er nýkomin sending af náttfötum frá Wolsey, en það fyrirtæki á sér yfir 250 ára sögu.

Náttfötin á myndinni kosta 11.900 kr.

Upphaf Wolsey má rekja til ársins 1755 þegar hjónin Henry og Ann Wood hófu fataframleiðslu í Leicester ásamt sonum sínum. Fyrirtækið tók upp vörumerkið Wolsey árið 1897, en það er nefnt eftir Thomas Wolsey kardinála (1473–1530), einum valdamesta Englendingi sinnar samtíðar. Merki fyrirtækisins sýndi um áratugaskeið mynd af Wolsey kardinála.

Wolsey kardináli, sem fyrirtækið er nefnt eftir.

Robert Falcon Scott og Roald Amundsen klæddust nærfötum frá Wolsey í könnunarleiðangri sínum á Suðurskautslandið 1911. Verksmiðjur fyrirtækisins voru þá alls sjö talsins, en á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar fór um 75% framleiðslunnar til herja Breta og bandamanna þeirra.

Amundsen og félagar á Suðurpólnum – í nærfötum frá Wolsey.

Á árunum eftir fyrra stríð jókst sala fyrirtækisins á hvers kyns íþróttavörum, sér í lagi fyrir golfara og tennisleikara. Þessar vörur voru seldar undir merkinu „Sportsman“. Árið 1935 hlutu Wolsey-vörurnar meðmæli Georgs V. Englandskonungs. Synir hans, Játvarður VIII. og Georg VI. mæltu einnig með vörunum, sem og dóttir þess síðarnefnda, Elísabet II. Wolsey er enn þann dag í dag einn fremsti fataframleiðandi Bretlandseyja.

Wolsey var lengi einn kunnasti framleiðandi golffatnaðar í heiminum.