Saga hálsbindisins
Erfitt er að segja til um nákvæman uppruna hálsbinda, en í því sambandi er gjarnan nefnd Trajanusarsúlan í Róm, þar sem sjá má karlmenn með eins konar bindi eða klút um hálsinn. Síðan þá eru til margvísleg dæmi úr sögunni um hálstau karlmanna, en líklega má rekja upphaf hálsbinda nútímans aftur til átjándu aldar í Ameríku. Þá varð að tísku meðal karlmanna að vefja hálstau nokkra hringi í einhvers konar slaufu, sem kölluð var „bandanna“. Slíkt hálstau hélt áfram að þróast í Bretlandi á nítjándu öldinni, en seint á þeirri öld fóru háskóladeildir þar í landi að taka upp hálstau sem hluta af einkennisklæðnaði nemenda.
Árið 1880 hófu nemendur við Exeter College í Oxford að bera hálsbindi keimlík þeim sem nú eru við lýði og þá varð til tíska sem brátt fór sigurför um allt Bretland. Þessi hálsbindi voru kölluð „Magglesfield tie“ eftir borginni Magglesfield þar sem indverskt og kínverkst hrásilki var helst ofið. Um aldamótin 1900 hafði hálsbindið farið sigurför um heiminn. Segja má að árið 1924 hafi orðið býsna afdrifarík breyting á hálsbindum, en þá var farið að klippa efnið í 45 gráður í stað þess að klippa það beint. Hálsbindin hafa síðan þá breikkað og mjókkað til skiptis og litir og efni breyst milli ára og áratuga, en í öllum aðalatriðum hefur hálsbindið haldið sömu gerð í um heila öld.
Hólmfríður dóttir Guðsteins Eyjólfsson lærði bindasaum í Danmörku á fjórða áratugnum. Hún sneið til og saumaði um árabil bindi sem seld voru í Verslun Guðsteins.