Um verslun Guðsteins

 • Guðsteinn Eyjólfsson 1890 - 1972

  Guðsteinn Eyjólfsson var fæddur í Krosshúsum í Grindavík 1. janúar 1890 og ólst þar upp. Hann fluttist 18 ára að aldri til Reykjavíkur og lærði klæðskurð, fyrst í Thomsens magasíni og þvínæst hjá Hans Andersen & sön.
 • Eftir stríð og fram til nútímans

  Árið 1950 kom Guðsteinn á fót prjónastofu í húsinu til að anna þörfum verslunarinnar, en til þeirrar starfsemi var keypt gríðarstór hringprjónavél, sem náði þvert í gegnum húsið. Kristinn, sonur Guðsteins, starfaði lengst af á prónastofunni.
 • Stórhýsi að Laugavegi 34

  Umsvif Verslunar Guðsteins jukust stig af stigi og brátt var orðið tímabært að starfsemin flyttist í stærra húsnæði. Í mars 1929 fékk Guðsteinn leyfi til að reisa þrílyft verslunar- og íbúðarhús á lóð sinni við Laugaveg og í kjölfarið voru húsin við Laugaveg 34 rifin.
 • Efnalaug Reykjavíkur

  Rétt upp úr 1920 hélt Guðsteinn til Danmerkur til að læra kemíska hreinsun. Festi hann kaup á tækjum þrotabús efnalaugar nokkurar í Kaupmannahöfn og flutti þau til Íslands og kominn til landsins stofnsetti hann fyrstu efnalaug landsins, Efnalaug Reykjavíkur.
 • Upphaf Verslunar Guðsteins

  Guðsteinn Eyjólfsson klæðskeri hóf sjálfstæðan rekstur við Grettisgötu árið 1918. Um 1922 keypti hann einlyft timburhús við Laugaveg 34, en í því húsi hafði meðal annars verið sölubúð. Flutti Guðsteinn klæðskeraverkstæði sitt í annan hluta þessa húss, en í hinum hluta þess var skósmíðaverkstæði.