Efnalaug Reykjavíkur

Rétt upp úr 1920 hélt Guðsteinn til Danmerkur til að læra kemíska hreinsun. Festi hann kaup á tækjum þrotabús efnalaugar nokkurar í Kaupmannahöfn og flutti þau til Íslands og kominn til landsins stofnsetti hann fyrstu efnalaug landsins, Efnalaug Reykjavíkur. Efnalaugina rak Guðsteinn í samvinnu við tvo bræður Guðrúnar, þá Tómas og Sigurjón Jónssyni. Guðsteinn dró sig fljótlega út úr rekstri efnalaugarinnar, en hún var starfrækt í nálega áttatíu ár.

 

Auglýsing Efnalaugar Reykjavíkur frá árinu 1923. Guðsteinn stofnsetti Efnalaugina, en hann var fyrstur Íslendinga til að læra kemíska hreinsun. Lengst af var Efnalaugin staðsett í bakhúsi við Laugaveg 34.