Bómullin

Elstu heimildir um notkun bómullar til fatagerðar eru frá því um 3000 árum f.Kr. í Indusdalnum, en þessi þekking barst til Kína á elleftu öld e.Kr. Um líkt leyti voru Inkar í Mið-Ameríku farnir að spinna þráð úr bómull. Bómullin barst fyrst til Evrópu á miðöldum, frá Persíu barst hún með Aröbum um Mið-Austurlönd og þaðan til Norður-Afríku, Sikileyjar og loks Spánar.

Helsti markaðurinn með bómull varð brátt í Feneyjum, en á sautjándu öld fluttist miðstöð bómullarviðskiptanna til Niðurlanda. Evrópumenn sem settust að í Norður- og Mið-Ameríku komu upp gríðarstórum bómullarplantekrum og með tilkomu spunavéla á átjándu öld varð stórkostleg bylting í framleiðslu fata úr bómull.