Um Verslun Guðsteins

Verslun Guðsteins Eyjólfssonar við Laugaveg í Reykjavík lætur lítið yfir sér, en þessi kunna verslun hefur starfað í næstum heila öld.

Verslunin leggur áherslu á vandaðan herrafatnað á hagstæðu verði og selur vöru frá þýskum fyrirtækjum, í bland við fatnað frá innlendum, dönskum, ítölskum og enskum framleiðendum. Áratugalöng traust viðskiptasambönd og hagstæð innkaup tryggja gott verð og mikið úrval.